top of page

MARKÞJÁLFUN (frá hausti 2020)

Markþjálfun greinir þína stöðu og mótar bestu viðbrögð

Markþjálfun hjá Framför er samstarfsverkefni þar sem þú getur veitt aðstoð við að finna þína leið eftir að þú greinist með krabbamein eða hvernig þú getur best mótað þín eigin viðbrögð eftir meðferð.

consulting-2204248_960_720.png

Að vinna með markþjálfa er eins og að vinna með íþróttaþjálfara. Hann aðstoðar þig við að greina þá þætti sem þú þarft í verkefnið, vinnur með þér að því að setja upp aðgerðaráætlun, hvetur þig á leiðinni og hjálpar þér að ná framar.

</s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s>

Margir eiga erfitt með að taka fréttum um greiningu á krabbameini. Þá þarf að endurskoða allt lífið og móta gagnvart sjálfum sér hvernig eigi að taka á þessu. Viðfangsefni markþjálfara er að losa um þetta og til þess notar hann ákveðna tækni og sérhæfða aðferðarfræði. Markþjálfi vinnur með þér í þessu og finnur með þér þína bestu leið til að taka á við þetta.

NBI hugsniðsgreining- og persónugreining

Framför býður upp á NBI greiningu á netinu, en slík greining gefur þér vísbendingu um þinn karakter. Þessa greiningar getur þú síðan notað til að meta þína styrkleika til að taka á við þitt verkefni í lífinu. NBI persónugreiningin getur skapað þér áhugaverða sjálfskoðun og nýja sýn á sjálfan þig, hvað þú getur og hvað þig langar að gera í lífinu.

</s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s>

Það hvernig þú hugsar, bregst við aðra, tekur ákvarðanir og átt samskipti geta skipt öllu máli þegar þú færð erfið verkefni í lífinu - það veltur allt á því hvernig við hugsum. NBI greining og markþjálfun sem byggir á henni getur skapað þér öfluga leið til að átta þig á þínum styrkleikum til að eiga við þau verkefni sem þú stendur frammi fyrir.

bottom of page