Félag karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandenda
5515565
ERTU MAKI EÐA AÐSTANDANDI?- spurningar og svör
Krabbamein í blöðruhálskirtli er para- og fjölskyldumál
Makar og aðstandendur karlmanns með greiningu um krabbamein í blöðruhálskirtli geta átt jafn erfitt með að eiga við þetta verkefni og sá sem greinist. Afleiðingar af meðferð geta líka haft mikil áhrif á maka og aðra aðstandendur og þess vegna þarf þetta verkefni að vera samstarf. Sérstakt stuðningsumhverfi Framfarar fyrir maka og aðra aðstandendur gefur þessum aðilum tækifæri til að heyra frá öðrum hvernig best er að takast á við þetta og að fræðast um þetta verkefni.
Þetta er tilraunaverkefni hjá Framför sem er í mótun. Markmiðið er að gera og aðrir aðstandendur geti komið saman og miðlað sinni þekkingu og reynslu. Það getur verið gefandi að hlusta á aðra sem hafa gengið í gegnum það að vera maki eða aðstandandi karlmanns sem hefur greint með krabbamein í blöðruhálskirtli. Stefnt er að því að þessi hópur hittist mánaðarlega. Markþjálfi hjá Framför heldur utanum fundina.
</s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s>
Stefnt að því að vera með námskeið og vinnustofur í umönnun, sjálfstyrkingu, núvitund og fleira fyrir maka og aðra aðstandendur. Einnig verður fljóttlega efni, námskeið og vinnustofur aðgengilegt á fræðsluneti Framfarar fyrir þessar ár.
</s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s>
Stuðningur frá fjölskyldu og vinum
Greining á einhverjum nákomnum árum með krabbamein í blöðruhálskirtli getur haft jafn mikil eða meiri áhrif á maka og aðra aðstandendur alveg eins og hann. Auk þess að hafa áhrif á þínar tilfinningar geta þetta einnig breytt sambandinu þínu við þennan árgang eftir því sem þínir áætlanir og forgangsröðun breytast.
Spurningum og svörum hér að neðan er ætlað aðilum sem eru nálægt einhverjum með krabbamein í blöðruhálskirtli, hvort sem þú ert maki, fjölskyldumeðlimur eða vinur.
</s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s>
Hér skoðum við leiðir til að styðja einhvern með krabbamein í blöðruhálskirtli, hvar á að fá frekari upplýsingar og hvernig þú getur farið sjálft / n þig.
</s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s>
Það eru meiri upplýsingar um krabbamein í blöðruhálskirtli og meðferðir á vefsíðu okkar um greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Þú getur líka hringt í okkar hjá Framför eða spjallað við okkur á netinu.
</s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s> </s>
Ef þú vilt prenta spurningar og svör út til að lesa, smelltu þá hér !
-
SálfræðiþjónustaFramför býður upp á sálfræðiþjónustu í samstarfi við Krabbameinsfélagið. Það getur reynt mikið á að fá greiningu um krabbamein og eins að taka þátt í meðferð við krabbameini. Oft getur einnig verið erfitt að stilla sig af eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli. Við þessar aðstæður getur komið upp kvíði og þunglyndi sem þarf að taka á með faglegum hætti. Sálfræðingar hjá Krabbameinsfélaginu eru með mikla reynslu í að taka á þessum málum og hægt er að panta endurgjaldslausan tíma fyrir sálfræðiaðstoð.
-
Almennar upplýsingar við greininguÞað getur verið erfitt að fá fréttir um að hafa greinst með krabbamein. Okkar aðilar fara yfir þér með stöðuna og upplýsa þig um hvað þú þarft að vita: 1. Hann sýnir þér upplýsingar um þær meðferðir sem standa til boða. 2. Hann bendir þér á upplýsingar um mögulega aukaverkunum sem hver leið hefur. 3. Hann fer yfir tölfræði um fjölda þeirra sem greinast, fara í meðferð og lifunartíma. 4. Hann fer yfir þá þjónustu og stuðning sem Framför og samstarfstarfs aðilar bjóða upp á. 5. Hann kynnir fræðsluumhverfið hjá Framför.
-
MarkþjálfunMarkþjálfun hjá Framför er samstarfsferli þar sem faglegur aðili aðstoðar þig við að greina þína stöðuna og setja þér markmið um framtíðina. Margir eiga erfitt með að taka fréttum um greiningu, eiga við hugsanir í meðferð eða að móta lífsleiðina eftir meðferð. Hvert verkefni á þessu ferðalagi hefur sína áskorun og markþjálfi aðstoðar þig við að taka á þessu. Viðfangsefni markþjálfara er að losa um þetta og til þess notar hann ákveðna tækni og sérhæfða aðferðarfræði. Að vinna með með markþjálfa er eins og að vinna með íþróttaþjálfara. Hann aðstoðar þig við að greina þá þætti sem þú þarf í þau verkefni sem þú ert að eiga við, vinnur með þér aðgerðaráætlun, hvetur þig á leiðinni og hjálpar þér að til að höndla málin betur. Markþjálfun er án endurgjalds. Fjöldi tíma er samkvæmt samkomulagi hverju sinni. Karlmenn sem eru greindir geta tekið maka með sér í markþjálfun. Markþjálfun hjá Framför er endurgjaldslaus fyrir félags- og styrktaraðila. Öll samtöl eru trúnaðarmál.
-
JafningastuðningurJafningjastuðningur er fyrir þá sem hafa fengið greiningu, eru í meðferð eða hafa lokið meðferð. Þeir stuðningsfulltrúar sem standa þér til boða eru á svipuðum aldri og hafa áður gengið í gegnum og upplifað sömu aðstæður. Þarna getur þú rætt við reynslubolta um það sem hann hefur upplifað og bætt þannig við þína þekkingu um það hvernig best er að takast á við málin hverju sinni. Þessir stuðningsfulltrúar hafa allir sérhæfða þjálfun til að taka svona samtöl og gera þetta í sjálfboðaliðsstarfi. Öll samtöl eru trúnaðarmál.